Kistur

 

Útfararstofan kaupir kistur af einum stærsta kistuframleiðanda Danmerkur, sem þekktur er fyrir gæði, þjónustu og áherslu á umhverfisvæna vöru. 

Meðfylgjandi eru myndir af þeim gerðum af kistum sem Útfararstofan býður viðskiptavinum sínum til sölu ásamt verðum með virðisaukaskatti.  Sæng, koddi, lak og blæja fylgja með kistunum, ekki er greitt fyrir það sérstaklega. Þeir sem vilja kaupa sængurverasett úr bómullardamaski geta keypt það sérstaklega.

Við bjóðum upp á gott úrval af kistum, til eru ýmsar gerðir af hvítum kistum og viðarkistum. Hefðbundnar hvítar kistur eru framleiddar úr spónaplötum og mdf plötum, viðarkisturnar eru úr aski, furu, birki, mahogni og eik.

Hinar hefðbundnu kistur eru ætlaðar meðalmanni en til eru hvítar kistur í yfirstærð. ​

 

 

 

Til baka