Undirbúningur

Útför fer yfirleitt fram 6 til 10 dögum eftir andlát. Áður en ákvarðanir eru teknar þarf að ganga úr skugga um hvort fyrir liggi óskir hins látna. Ef hann hefur haft ákveðnar óskir um útförina ber að virða þær sé það unnt.

Hvort sem óskir hins látna liggja fyrir eða ekki þurfa aðstandendur að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Við höfum tekið saman helstu atriði við skipulagningu útfarar og minnistlista á PDF sniði.

Útfararstofa Kirkjugarðanna getur annast alla þætti útfararinnar. Starfsmenn Útfararstofunnar ráðleggja ástvinum  í þessum efnum eins og öðrum sé eftir því leitað.

 

Til baka