Lögfræðiþjónusta

 

Það getur reynst mikilvægt að fá lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð við skipti á dánarbúum í framhaldi af útfararþjónustunni. Sú þjónusta stendur aðstandendum til boða hjá Útfararstofu kirkjugarðanna og er einn þáttur í þjónustu okkar. 

Framtíðin er óskrifað blað og það er bæði skynsamlegt og ráðlegt að huga að erfðamálum, fá faglega þjónustu og aðstoð við að gera ráðstafanir með ritun erfðaskrár og/eða kaupmála.

Fyrsta skrefið gæti verið að fá ráðgjöf þar sem hlutleysis og trúnaðar er gætt.

Í lögfræðiþjónustu okkar getur falist eftirfarandi:

-          Ráðgjöf og upplýsingar á sviði fjölskyldu- og erfðaréttar.

-          Gerð erðaskrár og kaupmála

-          Uppgjör dánabúa

-          Gerð erfðafjárskýrslna

 

Fyrsta viðtal hjá lögfræðingi er gjaldfrjálst.

 

 


Til baka