Lögfræðiþjónusta

Lögfræðiþjónusta er nýjung í starfsemi Útfararstofa á Íslandi en á Norðurlöndum bjóða flestar útfararstofur uppá lögfræðiþjónustu og nú fetum við í fótspor nágranna okkar. 

Það getur reynst aðstandendum mikilvægt að fá faglega ráðgjöf og aðstoð við skipti á dánarbúum og verulegt hagræði í því að fá þjónustuna í framhaldi af útfararþjónustunni og er sú þjónusta einn þáttur lögfræðiþjónustu okkar. 

Annar þáttur lögfræðiþjónustunnar er á sviði erfða- og  fjölskylduréttar, allt frá ráðgjöf til skjalagerðar og umsýslu.

Erfðalögin kveða á um hvernig fara skuli með arf en lögin gera líka ráð fyrir því að hægt sé að gera ráðstafanir til að tryggja betur rétt ákveðinna erfingja. Samkvæmt erfðalögum er almenna reglan sú að hjón erfa  1/3 af eignum hvors annars ef hinn skammlífari á börn og fólk í sambúð erfir ekki hvort annað. Með því að gera ráðstafanir eins og t.d. ritun erfðaskrár og/eða kaupmála er t.d. hægt að hafa áhrif á þetta og tryggja betur rétt maka síns. 

Ef þú ert að velta þessum hlutum fyrir þér gæti fyrsta skrefið verið að fá ráðgjöf þar sem hlutleysis og trúnaðar er gætt.

 


Til baka