Verðskrá okkar - áhersla á neytendavernd
Ætla má að hver maður eigi að meðaltali tvisvar viðskipti við útfararstofu á ævi sinni og þau viðskipti fara fram þegar fólk er viðkvæmt og í sorg. Við leggjum ríka áherslu á að þjónustan taki mið af aðstæðum fólks á þessum sorgartíma. Og meðal þess sem þarf að gæta að er neytendavernd og að fólk njóti afburðaþjónustu.
Gegnsæ verðskrá
Útfararstofan leggur áherslu á að veita aðstandendum upplýsingar um útfararkostnaðurinn svo hann sé þekktur áður en til útfarar kemur. Verðskrá okkar er því birt á heimasíðunni og þar eru gefin dæmi og verð, m.a. fyrir kistur, klæði, þjónustu sem og tónlistarkostnað.
Kista * | 95.000 - 251.000 | Kross á leiði | 16.555 |
Barnakista ** | 0 | Skilti á kross | 9.680 |
Duftker | 9.000 - 58.590 | Organisti við útför | 32.296 - 47.986 |
Líkklæði | 15.225 | Organisti við kistulagningu | 23.985 |
Kistuskreyting | 4.800-36.000 | Kór 6 manna | 145.903 |
Blóm á altari | 9.000-11.000 | Umsjónargjald | 14.345 |
Kransar | 24.000-368.000 | Kirkjuvarsla *** | 6.600 |
Sálmaskrá**** | 40.500-46.500 | Erfidrykkja fyrir 100 manns á veitingastað | 175-300.000 |
Tímagjald fyrir lögfræðiþjónustu er 21.054 + vsk.
* Innifalið í kistuverði er sæng, koddi, lak og blæja
** Ekki er innheimt fyrir útfararþjónustu vegna útfarar barna að 18 ára aldri
*** Engin kostnaður er við kirkjuvörslu í Fossvogskirkju eða kapellu.
**** Að lágmarki er hægt að fá 10 eintök af sálmaskrá
Þjónusta frá þriðja aðila
Útfararstofan selur vörur eins og kistu, líkklæði, kross og sálmaskrá beint. Aðrar vörur hefur Útfararstofan milligöngu um og sér um að panta, svo sem tónlist og blóm og skreytingar og erfidrykkju. Af þeirri þjónustu er tekið 10% þjónustugjald en viðskiptavinir Útfararstofunnar njóta sérkjara sem Útfararstofan hefur samið um við hina ýmsu söluaðila. Ekki er greitt umsjónargjald vegna blóma, viðskiptavinir njóta viðskipta Útfararstofunnar hjá blómabúðum og því leggst ekki viðbótargjald á þjónustuna.
Reikningur er sendur aðstandendum viku til tíu dögum eftir útför.