Verðskrá okkar - áhersla á neytendavernd

Neytendavernd er okkar mál

Kirkjugarðar Reykjavíkur stofnuðu útfararstofu árið 1949. Þá var rætt um markmiðið „að lækka kostnað við útfarir og minnka allt prjál.” Þau orð voru í tíma töluð og eru mikilvægt viðmið á hverjum tíma.

Ætla má að hver maður eigi að meðaltali tvisvar viðskipti við útfararstofu á ævi sinni og þau viðskipti fara fram þegar fólk er viðkvæmt og í sorg. Við leggjum ríka áherslu á að þjónustan taki mið af aðstæðum fólks á þessum sorgartíma. Og meðal þess sem þarf að gæta að er neytendavernd og að fólk njóti afburðaþjónustu. 

Gegnsæ verðskrá

Útfararstofan leggur áherslu á að veita aðstandendum upplýsingar um útfararkostnaðurinn svo hann sé þekktur áður en til útfarar kemur. Verðskrá okkar er því birt á heimasíðunni og þar eru gefin dæmi og verð, m.a. fyrir kistur, klæði, þjónustu sem og tónlistarkostnað. Í þessu sambandi má nefna að samkvæmt norskum samkeppnislögunum er útfararþjónustum skylt að birta dæmi um lægsta og hæsta útfararkostnað, og er það vel.

Útfararþjónusta 125.248 - 167.457   Kross á leiði 15.767-17.100
Hvít kista  * 116.500 - 183.800   Skilti á kross 9.150
Viðarkista 158.100 - 251.000   Organisti við útför 32.311 - 46.614
Barnakista * 0   Organisti við kistulagningu 24.734
Duftker 14.440 - 68.200   Kór 6 manna 133.960
Líkklæði 14.500   Erfidrykkja fyrir 100 manns á veitingastað 175-270.000 
Kistuskreyting 28.000 - 36.000   Kirkjuvarsla ** 6.600-15.000
Blóm á altari 9.000-11.000   Stefgjald 5% af öllum tónlistarflutningi  
Kransar 25.000 - 38.000   Umsjónargjald 10% af öllum tónlistarflutningi  
Sálmaskrá 100 stk 38.600-44.300                  

 

Tímagjald fyrir lögfræðiþjónustu er 20.052 m vsk.

* Innifalið í kistuverði er sæng, koddi, lak og blæja. Bálfararkista kostar 95.000.
** Engin kostnaður er við kirkjuvörslu í Fossvogskirkju eða kapellu.

Til að gefa hugmynd um heildarkostnað við útför eru hér tvö dæmi til samanburðar.

Þjónusta frá þriðja aðila

Útfararstofan selur vörur eins og kistu, líkklæði, kross og sálmaskrá beint. Aðrar vörur hefur Útfararstofan milligöngu um og sér um að panta, svo sem tónlist og blóm og skreytingar og erfidrykkju. Af þeirri þjónustu er tekið 10% þjónustugjald en viðskiptavinir Útfararstofunnar njóta sérkjara sem Útfararstofan hefur samið um við hina ýmsu söluaðila. Ekki er greitt umsjónargjald vegna blóma, viðskiptavinir njóta viðskipta Útfararstofunnar hjá blómabúðum og því leggst ekki viðbótargjald á þjónustuna.

 

Reikningur er sendur aðstandendum viku til tíu dögum eftir útför. Kostnaður vegna prestþjónustu við kistulagningu og útför og kostnaður vegna grafartöku er greiddur af kirkjugörðunum.

Prestþjónusta er greidd af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma.