Kostnaður - áhersla á neytendavernd

Útfararstofa Kirkjugarðanna leggur ríka áherslu á neytendavernd og afburða þjónustu við viðskiptavini sína. Tilgangur kirkjugarðanna með stofnun útfararstofu á árinu 1949 var „að lækka kostnað við útfarir og minnka allt prjál”. Þau orð voru í tíma töluð og eiga sjálfsagt að einhverju leyti enn við. Útfararstofa Kirkjugarðanna hefur upphaflegt markmið Kirkjugarðastjórnar Reykjavíkur í heiðri  í rekstri sínum, það er að halda kostnaði við útfarir eins lágum og kostur er.

Nýlega samdi Útfararstofan við einn stærsta kistuframleiðanda í Danmörku sem leggur mikla áherslu á gæði og umhverfisvæna vöru. Samningurinn gerir okkur kleyft að lækka verð umtalsvert á kistum og búnaði eða allt að 30% frá því sem áður var, sem sýnir neytendastefnu stofunnar.

Ekki er greitt umsjónargjald vegna blóma. Viðskiptavinir njóta viðskipta Útfararstofunnar hjá blómabúðum og því leggst ekki viðbótargjald á þjónustuna. 

 Nútíma þjóðfélag hefur nýjar þarfir sem eru vegvísar til framtíðar. Viðskiptin fara fram þegar fólk er viðkvæmt og í mikilli sorg og því er neytendavernd sérlega mikilvæg á sviði útfararþjónustu. Mikilvægt er að útfararkostnaður sé upplýstur og þekktur áður en til útfarar kemur. Verðskrá Útfararstofunnar er því aðgengileg á heimasíðunni. Kostnaður við útför er misjafn eftir því hvaða leiðir eru valdar og gefin eru dæmi um verð fyrir þjónustuna, kistur, klæði og tónlistarkostnað hér á síðunni.