Hindúismi
Hindúismi
Nokkrir hindúismar búa á Íslandi og eru það helst innflytjendur frá Indlandi og öðrum löndum í s-Asíu þar sem hindúatrú er algengt. Ekkert formlegt trúfélag hindúa er þó starfrækt á landinu. [1]
Hindúar brenna látna ástvini sína sem eru eldri en 10 ára. Að baki þeim sið býr sú hugsun að sálin, atman, yfirgefi líkamann hraðar við brennslu en jörðun í kistu. Útfararstofur koma með venjulegum hætti við framkvæmd athafnar.
Almennt er þess óskað að hinn dauðvona fái að vera í einrúmi. Auk innsta hrings fjölskyldunnar er algengt að ættingjar og nánir vinir séu tilkallaðir þegar dánarstundin nálgast. Þessi venja á sér trúarlegar forsendur og gefur jafnframt til kynna umhyggju samfélagsins fyrir einstaklingnum.
Auk blóma koma aðstandendur oft með reykelsi og trúarleg tákn að skjúkrabeði, t.d. guðsmyndir, stundum peninga og föt svo hinn dauðvona geti snert þær gjafir áður en þær eru gefnar bágstöddum.
Enginn fastur helgisiður er viðhafður þegar kemur að því að kveðja hinn látna, en textar úr Bhagavad Gita eða Raayana eru stundum lesnir upp.
Ræða ber við aðstandendur hvernig þvo og búa skuli um líkið. Alla jafna er óskað eftir því að starfsfólk spítalans taki það að sér. Sá sem það gerir þarf að vera af sama kyni og hinn látni. Meðan búið er um líkið á hinn látni að snúa í austur – í átt að sólarupprás, og fæturnir í átt að suðri. Sé það mögulegt, les elsti sonur eða bróðir hins látna upp úr Vedaritunum.
Hindúar eru að jafnaði andsnúnir krufningu. Sé samþykki fyrir henni gefið eða ef réttarkrufning reynist nauðsynleg er brýnt að líffæri séu lögð aftur á sinn stað í líkamann. Er það talið mikilvægt til að tryggja hinum látna frið í komandi lífum.
Yfirleitt kjósa aðstandendur sjálfir að klæða líkið. Sá sem það gerir er af sama kyni og hinn látni/látna. Sveipa ber líkið í klæði úr hvítri bómull. Hafi hin látna verið gift og maður hennar er enn á lífi skal hún klædd brúðarkjól sínum, þ.e. í sarí í fjölbreyttum litum (ekki svartan og hvítan). Á bómullarklæðið sem hinn látni er sveipaður í skal rita Om eða He Ram en orðið Ram merkir Guð á ýmsum indverskum nútímatungum.
Engar sérstakar reglur gilda um kistulagningu og hefðbundarn kistur eru notaðar. Til þess er þó mælst að kistan sé án trúartákna (enginn kross).
Skreyta ber kistuna með bómullarklæði þar sem áritað er He Ram eða það handskrifað með dufti blönduðu vatni. Kistan er skreytt með krönsum, blómum og grænum laufum.
Brenna skal líkið eins fljótt og unnt er, helst innan 24 klukkustunda. Aðstandendur óska jafnan eftir því að vera á vettvangi á meðan á brennslu stendur. Athöfnin fylgir ekki föstum helgisiðum þó svo að lofgjörð og upplestur séu tíðir liðir. Reykelsi eru notuð í miklum mæli.
Að bálför lokinni er minningarathöfn haldin í bálstofunni, hindúamusteri eða á heimili hins látna/ nákomins ættingja.
Á altarið eru iðulega settar avatarmyndir en það eru myndir af guðum sem stíga niður til mannanna og birtast í jarðneskri mynd og auk þess eru önnur trúartákn lögð á altarið.
Öskunni ber að dreifa í rennandi vatn (t.d. í á eða fljót) að hindúasið. Annar valkostur er að senda duftkerið til Indlands og láta þar strá öskunni í hið helga fljót Indverja, Ganges (eða aðrar helgar þverár fljótsins). Ef farin er sú leið að jarðsetja kerið skal það gert í minningarlundi með einfaldri athöfn. Syrgjendur skulu vera venjulega til fara og ekki hafa sig sérstaklega til. Ekki á að klæðast svörtu.
Eftir samverustundina í minningarlundinum fer fólk til síns heima, baðar sig og hefur fataskipti. Síðar um daginn koma aðstandendur og vinafólk iðulega saman á heimili hins látna. Sorgartímabilið er 13 dagar og markar veglegur kvöldverður lok þess. Fjölskylduviðburðir á borð við brúkaup eru ekki haldnir fyrr en að sex mánuðum liðnum.
Ósk Hindúa er að öskunni sé sáldrað í rennandi vatn og þar af leiðandi er ekki um hefðbundinn grafreit að ræða.