Dánarbússkipti

Við andlát verður til dánarbú sem lýtur ákveðnum reglum hvernig fara skal með. Hægt er að skipta eigum með einkaskiptum á milli erfingja að fengnu leyfi sýslumanns og hægt er að fara með bú í opinber skipti. Í mörgum tilvikum getur maki setið í óskiptu búi og stundum rísa spurningar aðstandenda varðandi þann rétt. Erfingjar hafa skildum að gegna, þeir þurfa m.a. að skila skattframtali, skila erfðafjárskýrslu osfrv. 

Það getur verið aðstandendum mikilvægt að fá óháðan aðila til að sjá um dánarbússkiptin og lögfræðingur getur veitt aðstandendum ráðgjöf og þá aðstoð sem þeir óska eftir. Aðstandendur geta óskað eftir að fá að koma í viðtal saman og einnig getur sérhver óskað sérstaklega eftir viðtali.