Hinsta ósk

Við hvetjum alla til að hugsa vel um, hvað mestu skiptir varðandi eigin útför, og ræða það við sína nánustu. Hreinar línur, sem taka mið af vilja þess látna, létta undirbúning útfarar.

 Við bjóðum til samtals um lífslok þín og á sérstöku eyðublaði, sem hér fylgir má finna helstu þætti undirbúningsins. Liggi slíkt eyðublað fyrir verður eftirleikurinn auðveldari.  Eyðublaðið má vista í einkatölvu, prenta út eða skrá í gagnagrunni okkar. Við kynnum það síðan fyrir aðstandendum, þegar þar að kemur.

 Innskráningarferlið er þannig, að þú slærð inn netfangið þitt, færð tölvupóst með tengli, sem er virkur í 15 mínútur og auðkennir þig inn í kerfið.