Hinsta ósk

Við bjóðum þér til samtals um lífslok þín. Ástvinir þínir vilja fara að óskum þínum þegar komið er að því að skipuleggja útför þína. Viljayfirlýsing hins látna léttir þínum nánustu undirbúning útfararinnar. Vilji þinn eyðir óvissu þeirra og kallar fram þakklæti í þinn garð. Þakklæti léttir sorg þeirra á erfiðum tíma.

Við hvetjum þig að hugsa vel hvað skiptir þig mestu máli varðandi útför þína og jafnframt að tala um það við þína nánustu. Það kann að vera að þú og þau hafi ólíkar skoðanir, væntingar og þarfir. En þín viljayfirlýsing verður þeim mikilvægt leiðarljós.

Á eyðublaði sem hér er að finna er upptalning er varðar helstu þætti útfararundirbúnings. Ef einn eða nokkrir þættir skipta þig mestu máli merkir þú við þá liði. Því er e.t.v. ekki þörf á að merkja við allt, heldur aðeins það sem er þér mikilvægast. Þú getur prentað eyðublaðið út eða vistað það í tölvunni þinni. Þú getur líka skráð óskir þínar er snúa að þinni eigin útför í gagnagrunn Útfararstofunnar sem varðveitir þær og kynnir fyrir aðstandendum þegar að því kemur. 

Innskráningarferlið er þannig að þú slærð inn netfangið þitt og færð tölvupóst með tengli sem er virkur í 15 mínútur og auðkennir þig inní kerfið.