Viltu bæta stöðu maka þíns?

 

Með því að bæta hag eins aðila með gerð erfðaskrár, er gengið á rétt annars, að minnsta kosti að ákveðnu marki. Það geta margar ástæður legið að baki því að annað eða bæði hjóna ákveða að tryggja hag hins að því marki sem hægt er og oft er það gert til að tryggja betur hag heildarinnar. Þetta getur t.d. falist í því að mæla fyrir um rétt til setu í óskiptu búi eða með því að ráðstafa allt að 1/3 hluta eignar til maka.

Með Reiknivél  getur þú séð einfalt dæmi um það hvernig hægt er að hafa áhrif á stöðu maka með kaupmála eða erfðaskrá.