Viltu bæta stöðu barna þinna?

 

Þegar fjölskylda er samsett er skynsamlegt að huga vel að erfðamálum. Hjón sem giftast eftir að þau hafa, annað eða bæði átt börn með öðrum, geta t.d. tryggt börnum sínum ákveðinn rétt. Misumur á fjárhagslegri stöðu hjóna getur einnig verið ástæða þess að hjón vilja ákveða ráðstöfun eigna sinna með erfðaskrá eða kaupmála. Með kaupmála er hægt að halda eignum utan hjúskareigna og með erfðaskrá er hægt að ráðstafa 1/3 hluta eigna sinna.

Með reiknivél getur þú séð einfalt dæmi um það hvernig hægt er að hafa áhrif á stöðu barna með kaupmála eða erfðaskrá.