Sigrún Óskarsdóttir

Sigrún Óskarsdóttir
Sigrún Óskarsdóttir

Sigrún lauk embættisprófi í guðfræði frá H.Í sumarið 1991 og vígðist um haustið sama ár til prestsþjónustu í Laugarneskirkju. Á árunum 1995-2001 dvaldist hún í Noregi ásamt fjölskyldu sinni við nám og störf. Hún starfaði sem prestur í norskur kirkjunni og í Íslenska söfnuðinum í Noregi og stundaði jafnframt nám í sálgæslufræðum við Lovisenberginstitutt í Oslo. Í byrjun árs 2001 var hún skipuð í embætti prests við Árbæjarkirkju þar sem hún þjónaði til ársins 2015. Hún hóf störf hjá Útfararstofunni 25.janúar 2016. Eiginmaður Sigrúnar er Einar Már Magnússon tæknifræðingur hjá Vegagerðinni.