Elín Sigrún Jónsdóttir

Elín Sigrún Jónsdóttir
Elín Sigrún Jónsdóttir
899-4685

Elín Sigrún hefur starfað sem  fram­kvæmda­stjóri Útfararstofunnar frá 1. maí 2014.  

Elín hefur starfað sem lögfræðingur og lögmaður í 25 ár og hefur fjölbreytta sérfræði- og stjórnunarreynslu, var lögmaður Byko, lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, stofnandi og forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og framkvæmdastjóri Dómstólaráðs. Þá hefur hún og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum ásamt því að sitja í fjölmörgum nefndum á vegum ráðuneyta og stofnana. 

Elín er menntaður lögfræðingur frá lagadeild HÍ, hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður og hefur nýverið lokið námi í verkefnastjórnun, leiðtogaþjálfun og markþjálfun. Hún er gift dr. Sigurði Árna Þórðarsyni, sóknarpresti Hallgrímskirkju.