Reiknivélar

Reiknivélarnar okkar geta hjálpað þér að varpa ljósi á það hverjir taka arf eftir þig og hjálpað þér að sjá hvort tilefni er til að gera ráðstafanir með gerð erfðaskrár eða kaupmála. Reiknivélarnar eru einfaldar og einungis er gert ráð fyrir að þær séu notaðar til að varpa betur ljósi á aðstæður en ekki til að ganga útfrá tölum við ráðstafanir arfs.

Ákvæði erfðalaga gilda um skiptingu arfs, séu engar ráðstafanir gerðar. Samkvæmt þeim reglum erfa hjón 1/3 af eignum hvors annars, hafi hinn skammlífari átt börn. Fólk í sambúð erfir ekki hvort annað. Erfðalögin gera ráð fyrir því að þessu sé hægt að breyta að ákveðnu marki með gerð erfðaskrár og/eða kaupmála.

Með reiknivél getur þú séð hvernig þú getur tryggt betur hag maka þíns, t.d. ef ætlunin er að gera honum betur kleift að halda heimili, hvernig þú getur tryggt betur rétt barna þinna og þú getur séð hvernig hægt er að breyta erfðarétti ef þú ert í sambúð en sambýlingar erfa ekki hvern annan nema ráðstafanir séu gerðar. 

Að síðustu getur þú séð dæmi um það hvernig arfur mun skiptast eftir andlát maka, tekin eru tvö dæmi, þ.e. annað gerir ráð fyrir að hinn langlífari gangi í hjónaband að nýju og látist á undan þeim síðari maka og hitt dæmið gerir ráð fyrir að langlífari makinn gangi ekki í hjónaband að nýju. Þetta eru vangaveltur sem oft  hvíla á fólki og ekki síst ef það á börn af fyrri samböndum og í dæmisögunni getur þú mátað þínar aðstæður með því að breyta forsendum dæmisins. 

 Hafir þú einhverjar spurningar varðandi útreikning arfs, sendu okkur þá endilega fyrirspurn. Viljir þú fá viðtal við lögfræðing okkar, þá sendu okkur beiðni um viðtal en fyrsta viðtal er þér að kostnaðarlausu.