Útfararsiðir trúarbragða

Mikil breyting hefur orðið á Íslensku samfélagi á síðustu áratugum. Um síðustu áramót bjó hér fólk með skráð ríkisfang í 141 landi, samtals 9,3% þjóðarinnar. Þá eru ótaldir þeir innflytjendur sem hafa öðlast íslenskt ríkisfang. Með aðfluttu fólki hafa borist nýjir trúarsiðir og venjur sem oft hafa að geyma öðruvísi reglur og siði varðandi útfarir en hefðbundnir hafa verið á Íslandi. Hjá Útfararstofu Kirjugarðanna er borin virðing fyrir ólíkum trúarbrögðum og reynt eftir fremsta megni að fylgja þeim trúarsiðum sem hinn látni hefur helgað sér. Á Íslandi eru skráð trú- og lífsskoðunarfélög 45 talsins.[1]

Til fróðleiks er hér stutt yfirferð yfir helstu trúarbrögð heims og hvernig siðir varðandi andlát og útför geta verið ólíkir á milli þeirra. Ásamt öðrum heimildum og er hér stuðst er við bókina Trúarbrögð og útfararsiðir, uppruni og inntak árið 2008 sem Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma gaf út árið 2008 en bókin er íslensk þýðing bókarinnar Religioner, livssyn og gravferd eftir Gunnar Neegaard. Í yfirferð okkar, sem hægt er að velja hér til vinstri á síðunni, er stiklað á stóru og helstu tölur uppfærðar. Bókin fæst hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur auk þess sem finna má flettislóð bókarinnar hér. Eru áhugasamir hvattir til að kynna kynna sér efni hennar betur.

Hafa skal í huga við lestur þessarar samantektar að hún er aðeins almennt yfirlit og sett fram í þeim tilgangi að efla áhuga lesandans á því að kynna sér efnið frekar. Í flestum trúarbrögðum eru mörg afbrigði af útfararsiðum, t.d. eftir þjóðernum og er ekki farið í slíkt hér.